Vann sitt annað risamót í ár

Xander Schauffele kátur með sigurverðlaunin.
Xander Schauffele kátur með sigurverðlaunin. AFP/Andy Buchanan

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele er sigurvegari Opna breska meistaramótsins í golfi á Troon-vellinum í Skotlandi. 

Þetta er annað risamótið sem hann vinnur í ár og á ferlinum. Hann vann einnig PGA-meistaramótið í Bandaríkjunum í maí á þessu ári. 

Schauffele vann á níu höggum undir pari, en hann er þriðji á heimslistanum og hefur bætt sig stöðugt undanfarin ár. 

Í öðru og þriðja sæti urðu Justin Rose frá Englandi og Bily Horschel frá Bandaríkjunum á sjö höggum undir pari. 

Suður-Afríkumaðurinn Thriston Lawrence hafnaði í fjórða sæti á sex höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Russel Henly hafnaði í fimmta sæti á fimm höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert