Ætla sér stóra hluti

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson með bikarana.
Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson með bikarana. Ljósmynd/Seth@golf.is

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson urðu Íslandsmeistarar í golfi í annað sinn á sunnudag er þau stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu sem var haldið á Hólmsvelli í Leiru.

Þau urðu einmitt bæði meistarar í fyrsta skipti árið 2021 og hafa því fagnað sigri á stærsta móti Íslands saman í tvígang, en þau leika bæði fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, GKG.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Huldu Clöru sem flaug til Finnlands um hálfum sólarhring eftir að hún varð Íslandsmeistari til að taka þátt á EM áhugamanna. Andrea Björg Bergsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir keppa einnig á mótinu.

„Ég kom hingað til Finnlands í gær (mánudag), flaug klukkan 7.30. Ég fagnaði smá eftir Íslandsmótið og kom síðan hingað,“ sagði Hulda Clara við Morgunblaðið eftir að hún lauk við æfingahring í Messilä í Norður-Finnlandi.

Hulda tryggði sér sigurinn á Íslandsmótinu með glæsilegu pútti á lokaholunni eftir spennandi keppni við Ragnhildi Kristinsdóttur sem varð Íslandsmeistari á síðasta ári.

„Mér leið ótrúlega vel þegar þetta var í höfn. Það var geggjað að sjá púttið fara ofan í. Þetta var svolítið stressandi því þetta var frekar langt pútt fyrir sigri, en þeim mun skemmtilegra að vinna þetta svoleiðis. Síðast þegar ég vann var ég með nokkra forystu og þá var lítil spenna. Núna var þetta spennandi allan tímann,“ sagði hún.

Rætt er við Huldu og Aron í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert