GKG og GM Íslandsmeistarar

Golfklúbbur GKG er Íslandsmeistari karla.
Golfklúbbur GKG er Íslandsmeistari karla. Ljósmynd/Seth@golf.is

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er Íslandsmeistari kvenna og Golfklúbbur Kópavogs- og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi. 

Konurnar léku á Strandvelli á Hellu og karlarnir léku á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 25. júlí til 27. júlí. 

Er mótið liður í 1. deildinni. 

Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð en í úrslitum mætti klúbburinn Golfklúbbi Keilis og sigrað, 3,5:1,5. 

Golfklúbbur Reykjavíkur endaði í þriðja sæti og GKG í fjórða sæti. 

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er Íslandsmeistari kvenna.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar er Íslandsmeistari kvenna. Ljósmynd/Seth@golf.is

GKG meistari karla í níunda sinn

Karlamegin sigraði GKG einnig Keili í úrslitum, 4:1, og er meistari í níunda sinn. 

Í þriðja sæti hafnaði GR og í fjórða sæti varð Golfklúbbur Akureyrar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert