Valin í Evrópuúrval fyrst íslenskra stúlkna

Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Perla Sól Sigurbrandsdóttir mbl.is/Óttar Geirsson

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur verið valin fyrst Íslendinga í úrvalslið Evrópu fyrir keppni sem haldin er á tveggja ára fresti, Junior Solheim Cup, en þar mætast úrvalslið stúlkna frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Keppnin fer fram dagana 9.-10. september á Army Navy County golfvellinum í Arlington í Virginíu-fylki. Leikmenn mega vera á aldrinum tólf tíl átján ára.

Perla verður átján ára í september og varð árið 2022 næstyngsti Íslandsmeistari kvenna í golfi frá upphafi, þá fimmtán ára gömul.

Hún varð Evrópumeistari 16 ára og yngri árið 2022 og Íslandsmeistari í holukeppni árið 2023.

Gwladys Nocera, fyrirliði Evrópuliðsins, valdi sex leikmenn í úrvalsliði og Perla var einn þeirra, en hinar sex koma af stigalista. Liðið er þannig skipað:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Ísland
Paris Appendino, Ítalía
Sara Brentcheneff, Frakkland
Alice Kong, Frakkland
Louise Landgraf, Frakkland
Lily Reitter, Frakkland
Benedicte Brent Buchholz, Danmörk
Victoria Kristensen, Danmörk
Martina Navarro Navarro, Spánn
Andrea Revuelta, Spánn
Molly Rålin, Svíþjóð
Havanna Torstensson, Svíþjóð

Mótið hefur verið haldið frá árinu 2002, annað hvert ár. Bandaríska úrvalsliðið hefur sigrað sjö sinnum en Evrópa þrisvar og einu sinni hafa liðin skilið jöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert