Kylfingur blindaðist

Jeffrey Guan fyrir miðju.
Jeffrey Guan fyrir miðju. Ljósmynd/Instagram

Jeffrey Guan, tvítugur kylfingur frá Ástralíu, átti viðburðaríka viku í september. Hann tók þátt á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni en viku síðar lenti hann í óvenjulegu og afdrifaríku slysi.

Guan tók þá þátt í móti í Nýju-Suður-Wales í heimalandinu. Hann var nýbúinn að slá högg þegar hann sneri sér við og fékk golfkúlu af fullum krafti í andlitið.

Við höggið blindaðist Guan á öðru auga og gekkst í kjölfarið undir tvær skurðaðgerðir eftir að hafa margbrotnað í augntóft. PGA-mótaröðin í Ástralíu hefur gefið það út að skaðinn sé varanlegur.

Þrátt fyrir áfallið hefur Guan heitið því að snúa aftur á golfvöllinn og halda áfram að láta draum sinn um að vera atvinnukylfingur rætast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert