Fékk hæsta verðlaunafé í sögu kvennagolfs

Meistarinn Jeeno Thitikul.
Meistarinn Jeeno Thitikul. AFP/Scott Taetsch

Jeeno Thitikul tryggði sér sigur á LPGA-mótaröðinni í golfi eftir lokamótið í Flórída um helgina. 

Með því að vinna lokamótið tryggði hún sér einnig hæstu upphæð sem kona hefur fengið fyrir að vinna mótaröð. Sigurinn færði henni fjórar milljónir bandaríkjadala eða um 560 milljónir íslenskra króna. 

Thitikul lék á sjö höggum undir pari í gær og endaði því 22 höggum undir pari á mótinu. Hún er 21 árs gömul og frá Taílandi. 

Alls hefur Thitikul unnið sér inn meira en 850 milljónir íslenskra króna á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert