Góður hringur sem gefur Guðrúnu möguleika

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/LET Tristan Jones

Guðrún Brá Björgvinsdóttir rétti verulega sinn hlut á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumót kvenna í golfi í Marrakech í Marokkó í dag.

Guðrún lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari vallarins, 70 höggum, og hefur lyft sér upp um ein 36 sæti frá því í gær.

Hún var þá í erfiðri stöðu, á samanlagt fimm höggum undir pari eftir tvo hringi af fimm, en er nú samtals á tveimur höggum yfir pari og deilir sem stendur 71. sætinu af 154 keppendum með mörgum öðrum konum.

Lokaspretturinn gerði gæfumuninn fyrir Guðrúnu sem fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum.

Efstu 65 keppendur eftir fjórða hringinn á morgun fá að leika lokahring mótsins á föstudaginn og Guðrún er nú aðeins einu höggi frá þeim hópi, eins og staðan er núna, en ekki hafa allar lokið keppni í dag.

Ragnhildi Kristinsdóttur gekk ekki eins vel í dag. Þær Guðrún voru hnífjafnar tvo fyrstu dagana en Ragnhildur lék í dag á 74 höggum, einu yfir pari. Hún er þá samtals á sex höggum yfir pari og þarf því frábæran hring á morgun til að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert