Tiger Woods minnist móður sinnar

Kultida Woods, Tiger Woods og fjölskylda á góðri stundu.
Kultida Woods, Tiger Woods og fjölskylda á góðri stundu. AFP/Sam Greenwood

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur greint frá því að móðir hans Kultida hafi fallið frá í gær. Lýsti Woods henni sem sínum mesta stuðningsmanni.

Woods sagði frá fráfalli móður sinnar á samfélagsmiðlum í gær en tók ekki fram dánarorsök. Kultida var viðstödd þegar hann tók þátt í TGL-mótinu í Flórídaríki í síðustu viku.

„Það er með djúpri sorg sem ég deili því að elsku móðir mín, Kultida Woods, lést snemma í [gær]morgun. Móðir mín var náttúruafl og andi hennar óumdeilanlegur. Hún var fljót til og hláturinn aldrei langt undan.

Hún var minn stærsti aðdáandi, mesti stuðningsmaður og án hennar hefði ég náð neinum af þeim persónulega árangri sem ég áorkaði. Það voru svo margir sem elskuðu hana en sérstaklega barnabörnin hennar tvö, Sam og Charlie.

Takk fyrir allan stuðning ykkar, bænir og næðið á þessari erfiðu stundu fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég elska þig mamma,“ skrifaði Woods á samfélagsmiðlum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert