Á líklega Íslandsmetið í kórónuveiruprófum

„Þetta var mjög súr tími en eitthvað sem maður hafði enga stjórn á,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.

Guðrún Brá, sem er þrítug, stendur á tímamótum á sínum ferli eftir að hafa tryggt sér takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á komandi keppnistímabili.

Í mikilli búbblu

Guðrún Brá tryggði sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni, tímabilið 2020, en tímabilið litaðist mikið af kórínuveirufaraldrinum sem þá herjaði á heimsbyggðina.

„Ég held að ég eigi Íslandsmetið yfir flest kórónuveiruprófin,“ sagði Guðrún Brá.

„Ég vildi að ég hefði talið það hversu oft það var stungið pinna upp í nefið á mér. Við vorum í svo mikilli búbblu, þegar við vorum að ferðast, og ég þurfti að fara í próf áður en ég fór út, þegar ég kom út, í miðri viku, þegar ég fór og þegar ég kom heim.

Ég lenti líka í því að þurfa að fara í sóttkví við heimkomu þannig að þetta var mjög skrítinn tími,“ sagði Guðrún Brá meðal annars.

Viðtalið við Guðrúnu Brá í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert