Tiger syrgir móður sína og verður ekki með

Tiger faðmar dóttur sína Sam.
Tiger faðmar dóttur sína Sam. AFP/Douglas Defelice

Tiger Woods, frægasti kylfingur allra tíma, verður ekki með á Genesis Invitational-mótinu þar sem hann er enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar.

Móðir hans Kultida féll frá 4. febrúar síðastliðinn og var tilkynnt um þátttöku Tigers á mótinu þremur dögum eftir andlátið.

Í yfirlýsingu sem Tiger sendi frá sér í dag kveðst hann ekki tilbúinn að snúa aftur á golfvöllinn þar sem hann sé enn að jafna sig á andláti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert