Íslandsvinurinn er efstur

Englendingurinn Justin Rose á hringnum í dag.
Englendingurinn Justin Rose á hringnum í dag. AFP/MICHAEL REAVES

Íslands­vin­ur­inn Just­in Rose er enn efst­ur þegar Masters mótið í golfi er hálfnað í Georgíu­ríki í Banda­ríkj­un­um. ,

Rose er með eitt högg í for­skot á Bry­son DeCham­beau en Rose er á 8 und­ir pari. Næst­ir koma Rory McIl­roy og Cor­ey Conners á sam­tals 6 und­ir pari. 

Efsti maður heimslist­ans Scottie Scheffler er á 5 und­ir pari en hann lék á höggi und­ir pari í dag rétt eins og Rose. Scheffler var kom­inn sam­tals 6 und­ir eft­ir 8 hol­ur en var mis­tæk­ur eft­ir það. Á fyrsta hringn­um í gær var hann á 4 und­ir og virt­ist lítið þurfa að hafa fyr­ir því. 

Matt McCarty, Tyr­rell Hatt­on og Shane Lowry eru einnig á 5 und­ir pari. McCarty hef­ur komið mjög á óvart í frum­raun sinni á mót­inu. 

Just­in Rose er 44 ára gam­all og hef­ur aldrei sigrað á Masters en hafnaði í 2. sæti 2015 og 2017. Hann hef­ur þó sigrað á ri­sa­móti og gerði það á Opna banda­ríska árið 2013. Rose varð auk þess Ólymp­íu­meist­ari 2016 og hef­ur orðið stiga­meist­ari á PGA-mótaröðinni. Hann kom til Íslands fyr­ir rúm­um tveim­ur ára­tug­um og lék þá Hval­eyr­ar­völl í Canon boðsmót­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert