Í kvöld fór fram 16. umferð í 1. deild karla í handbolta og bar helst til tíðinda að botnlið Selfoss vann góðan sigur á KA á heimavelli, 32:27, skoraði Valdimar Fannar Pálsson alls fjórtán mörk fyrir Selfoss. Að Hlíðarenda sigraði topplið Aftureldingar Íslands- og bikarmeistara Vals nokkuð örugglega með þriggja marka mun, 25:28. Mesta spennan var á Seltjarnarnesi þar sem Framarar sigruðu Gróttu KR 20:21 og skoraði Njörður Árnason sigurmarkið níu sekúndum fyrir leikslok. Í Austurbergi unnu ÍR-ingar nauman sigur á Eyjamönnum, 25:24, og í Garðabæ unnu Stjörnumenn sinn sjöunda sigur í röð þegar þeir lögðu Hauka, 28:25. Í Hafnarfirði skildu lið FH og HK jöfn, 24:24.