Þórir átti markametið í 23 ár

Meistaralið KR 1958.
Meistaralið KR 1958. mbl.is

ÞÓRIR Þorsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og hinn skotfasti leikmaður KR-liðsins sem varð Íslandsmeistari 1958, skoraði 16 mörk í fyrsta leik KR á Íslandsmótinu 1959 - það var í leik gegn Ármanni 31. janúar í gamla Hálogalandsbragganum við Suðurlandsbraut. Þetta var markamet hjá KR og átti Þórir metið í 23 ár, að vísu jafnaði Reynir Ólafsson það í leik gegn ÍR 1964, eða þar til Alfreð Gíslason bætti það í leik gegn KA 1982 í Laugardalshöllinni, er hann skoraði 21 mark. Þá sló Alfreð markamet Ingólfs Óskarssonar, Fram, 20 mörk, sem Ingólfur setti 1963 í Hálogalandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert