Erlingur og Vigdís til Eyja

ERLINGUR Richardsson, sem lék með Valsmönnum í handknattleik síðastliðinn vetur, hefur ákveðið að halda til Vestmannaeyja á ný og leika með ÍBV. Erlingur segir erfitt að yfirgefa herbúðir Vals eftir eitt ár, en sig hafi langað að taka þátt í uppbyggingunni hjá ÍBV. "Ég fer sáttur frá Val og hlakka til að taka þátt í nýju verkefni hjá ÍBV. Mér líst vel á þann hóp sem er fyrir hendi í Eyjum og forráðamenn liðsins hyggjast fá til sín fleiri leikmenn. Mér finnst því ekkert óeðlilegt að liðið stefni á titil næsta vetur."

 Vigdís Sigurðardóttir, unnusta Erlings, hyggst einnig leika með ÍBV næsta vetur. Vigdís lék í markinu hjá Haukum en var í barneignarfríi í vetur. Hún lauk viðskiptafræði við Háskóla Íslands í vetur og hyggst hefja störf í Eyjum á næstunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert