Einn sigur og tvö töp hjá 18 ára liði kvenna

Íslenska ungmennalandsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri tók þátt í undankeppni EM í Portúgal um helgina. Íslenska liðið vann stórsigur gegn Kýpur, en tapaði fyrir Portúgal og Hollandi.

Á föstudag lék liðið gegn heimaliðinu og tapaði 28:17 eftir að staðan í hálfleik var 13:8 fyrir Portúgal. Elfa Hreggviðsdóttir Val var markahæst með 4 mörk og Kristín Gústafsdóttir Fram gerði 3.
Á laugardag burstaði Ísland lið Kýpur 32:17 eftir að hafa haft yfir 14:10 í hálfleik. Kristín var markahæst með 6 mörk, og Ragnhildur Guðmundsdóttir FH kom næst með 5.
Íslenska liðið tapaði svo fyrir því hollenska á sunnudeginum, 24:18, en Holland var 11:10 yfir í hálfleik. Dröfn Sæmundsdóttir FH skoraði mest fyrir Ísland eða 4 mörk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert