Landsliðskonan Dagný Skúladóttir sem leikið hefur með FH undanfarin ár, hefur ákveðið að leika með bikarmeisturum ÍBV á komandi leiktíð. Dagný er þó búsett í Frakklandi, þar sem unnusti hennar Gunnar Berg Viktorsson er leikmaður með PSG. Vegna þessa er enn nokkuð óljóst hversu mikið Dagný mun leika með ÍBV.