Ágúst Jóhannsson þjálfar Gróttu/KR

Ágúst Jóhannsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Gróttu/KR um þjálfun karlaliðs félagsins í handknattleik. Ágúst tekur til starfa hjá Seltjarnarnesliðinu eftir tímabilið og leysir Ólaf B. Lárusson af hólmi en hann er að stjórna liðinu fimmta árið í röð. Það vakti athygli á blaðamannafundi sem Grótta/KR efndi til í gær vegna ráðningar Ágústs að samningurinn sem undirritaður var er óuppsegjanlegur af beggja hálfu allan samningstímann.

Ágúst er ekki alveg ókunnugur liði Gróttu/KR. Hann lék með liðinu áður en hann hellti sér út í þjálfun og þjálfaði kvennalið félagsins fyrir þremur árum. Ágúst er nú aðstoðarmaður Geirs Sveinssonar, þjálfara Vals.

Forráðamenn Gróttu/KR skýrðu frá því í gær að samningar væru að takast við mann sem starfa ætti með Ágústi og jafnframt leika með liðinu. Þeir vildu ekki upplýsa hver sá maður er þar sem hann væri að spila með öðru félagi. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að umræddur aðili sé Páll Þórólfsson, leikmaður Aftureldingar.

Þá kom fram að Hilmar Þórlindsson kæmi að öllum líkindum heim frá Ítalíu í sumar og gengi til liðs við Gróttu/KR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert