Einn nýliði í kvennalandsliðinu

Einn nýliði er í kvennalandsliði Íslands í handknattleik sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Svíþjóð dagana 7.-12. ágúst. Það er Ragnhildur Guðmundsdóttir úr FH, en hún varð næstmarkahæst á Norðurlandamóti 20 ára landsliða í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. Íslenska liðið mætir Svíum og Finnum í mótinu og auk þess sænska félagsliðinu Sävehof.

Auk Ragnhildar er einn annar leikmaður úr 20 ára landsliðinu í A-liðinu að þessu sinni. Það er Ásdís Sigurðardóttir úr KA sem var valin í úrvalslið Norðurlandamótsins.

Stefán Arnarson landsliðsþjálfari valdi eftirtalda leikmenn til fararinnar:

Markverðir:
Berglind Íris Hansdóttir, Val
Helga Torfadóttir, Víkingi
Jenný Ásmundsdóttir, Træff

Línu- og hornamenn:
Dagný Skúladóttir, Izzy les Moulinaux
Hafrún Kristjánsdóttir, Val
Inga Fríða Tryggvadóttir, Haukum
Hanna Stefánsdóttir, Haukum
Ásdís Sigurðardóttir, KA
Guðbjörg Guðmannsdóttir, Víkingi

Skyttur og miðjumenn:
Kristín Guðmundsdóttir, Sindal
Hrafnhildur Skúladóttir, Tvis Holstebro
Drífa Skúladóttir, Val
Harpa Melsted, Haukum
Ragnhildur Guðmundsdóttir, FH
Hafdís Hinriksdóttir, GOG
Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, Víkingi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert