Víkingur vann Fram, 26:20, í 1. deild kvenna í handknattleik í dag, en leikurinn fór fram í íþróttahúsi Framara. Þetta var fyrsti sigur Víkinga á keppnistíðinni en liðið tapaði fyrir Haukum í fyrstu umferð. Fram hefur hins vegar tapað báðum leikjum sínum til þessa. Nú er nýlega hafin viðureign KA/Þórs og FH í 1. deild kvenna en leikið er nyrðra.