Fram fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir 34 ára bið

Leikmenn Fram fagna fyrr í vetur.
Leikmenn Fram fagna fyrr í vetur. mbl.is/ÞÖK

Fram er Íslandsmeistari í handknattleik karla árið 2006 eftir stórsigur gegn Víkingi/Fjölni í lokaumferð DHL-deildarinnar. Lokatölur 35:18. Það eru 34 ár síðan Fram varð síðast Íslandsmeistari í handknattleik í karlaflokki en það var árið 1972. Fram átti ekki í vandræðum með Víkinga/Fjölni á heimavelli sínum í Safamýri og var gríðarleg stemmning í íþróttahúsi Fram. Þetta er 9. Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki.

Á sama tíma áttust við FH og Haukar í grannaslagnum í Hafnarfirði en Haukar voru með 41 stig fyrir lokaumferðina líkt og Fram. Haukar höfðu betur gegn FH, 32:28. FH-ingar sitja eftir í 9. sæti deildarinnar og komast ekki í hóp þeirra 8 liða sem leika í úrvalsdeild á næsta tímabili. HK og ÍR enduðu í 7. og 8. sæti deildarinnar en HK lagði Fylki að velli í dag og ÍR-ingar sigruðu Valsmenn.

„Ég er mjög stoltur af strákunum enda var mikil taugaspenna í liðinu. Ég var alls ekki öruggur um sigur gegn Víkingi/Fjölni en þetta er frábært lið sem ég með í höndunum. Ég hef aldrei haft eins skemmtilegt lið sem þjálfari,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fram eftir leikinn í viðtali við Ríkissjónvarpið en þetta er í fyrsta sinn sem hann fagnar Íslandsmeistaratitli sem þjálfari.

Úrslit lokaumferðarinnar

FH-Haukar 28:32
Fram - Víkingur/Fjölnir 35:18
Fylkir - HK 27:35
ÍBV - Þór Ak. 10:0
KA - Selfoss 37:21
Valur - ÍR 29:37

Lokstaðan í deildinni

1. Fram 43 stig.
2. Haukar 43 stig.
3. Valur 36 stig.
4. Fylkir 33 stig.
5. Stjarnan 32 stig.
6. KA 27 stig.
7. HK 26 stig.
8. ÍR 25 stig.
----------------------------
9. FH 23 stig.
10. ÍBV 22 stig.
11. Afturelding 20 stig.
12. Þór Ak. 13 stig.
13. Víkingur/Fjölnir 13 stig.
14. Selfoss 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert