„Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem vörnin var frábær og markvarslan hjá Hreiðari Guðmundssyni var eins sú besta sem sést hefur frá íslenskum markvarði í mörg á. Með seinni hálfleikinn er ég óánægður með, þá misstu menn alla einbeitingu," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir sigurinn á Slóvökum, 28:22, í riðlakeppni Evrópumótsins í Þrándheimi nú í kvöld.
Með sigrinum er íslenska landsliðið komið með annan fótinn í milliriðlakeppni Evrópumótsins.
„Í upphafi síðari hálfleiks þá misstum við einbeitinguna og þá opnaðist leikurinn og Slóvakar komust á bragðið og sýndu að þeir eru með gott lið sem gefst aldrei upp. En fyrst og fremst er ég ánægður með sigurinn en það var slæmt hvað við duttum niður í síðari hálfleik, það var óviðundnadi og eitthvað sem við verðum að bæta fyrir næsta leik,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari.