Akureyri lagði Stjörnuna, 34:32

Ásbjörn Friðriksson og félagar hans úr Akureyri fögnuðu sigri á …
Ásbjörn Friðriksson og félagar hans úr Akureyri fögnuðu sigri á heimavelli gegn Stjörnunni. mbl.is/Árni Sæberg

Akureyri og Stjarnan áttust við í N1 deild karla í handknattleik í kvöld á Akureyri og þar hafði heimaliðið betur, 34:32. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins einu marki á liðunum, 30:29, en Akureyringar komust í 34:31 áður en Stjarnan skoraði síðasta mark leiksins. Magnús Stefánsson skoraði 8 mörk fyrir heimamenn en Heimir Örn Árnason var með 10 mörk fyrir Stjörnuna.

Akureyri er nú með 14 stig í 6. sæti deildarinnar en Stjarnarn er þar fyrir ofan í 5. sæti með 20 stig.

Umfjöllun um leikinn og viðtöl í Morgunblaðinu á morgun. 

Gangur leiksins: 0:3, 5:5, 8:6, 12:9, 13:13, 15:13, 19:16, 20:19, 24:21, 27:22, 29:27, 30:29, 33:29, 34:32.

Mörk Akureyrar: Magnús Stefánsson 8, Oddur Grétarsson 6, Goran Gusic 5, Jónatan Magnússon 4/1, Einar Logi Friðjónsson 4, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Ásbjörn Friðriksson 2/1, Þorvaldur Þorvaldsson 2.

Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/1 (þar af 11/1 til mótherja).

Utan vallar:  2 mín.

Mörk Stjörnunnar: Heimir Örn Árnason 10/2, Ólafur Víðir Ólafsson 7/3, Volodimir Kysil 5, Björgvin Hólmgeirsson 5, Vilhjálmur Halldórsson 2, Daníel Einarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1.

Varin skot: Hlynur Morthens 19/1 (þar af 8 til mótherja), Roland Valur Eradze 6 (2 til mótherja).

Utan vallar: 6 mín.

Dómarar: Gunnar J. Jónsson og Hörður Aðalsteinsson. Mjög góðir.

Áhorfendur: Um 250.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert