B-landsliðið sigraði Ivry

Kári Kristján Kristjánsson skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik.
Kári Kristján Kristjánsson skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik. mbl.is/Brynjar Gauti

B-landslið Íslands í handknattleik karla, 2012 liðið svokallaða, sigraði franska liðið Ivry, 28:27, í kvöld á alþjóðlega mótinu sem nú stendur yfir í Frakklandi.

Íslenska liðið var yfir lengst af í fyrri hálfleik, lenti síðan undir, 10:11, en átti góðan endasprett í hálfleiknum og var yfir, 15:13, að honum loknum. Elvar Friðriksson skoraði 4 mörk í fyrri hálfleiknum og Kári Kristján Kristjánsson 3. Pálmar Pétursson varði 7 skot.

Í seinni hálfleik komst íslenska liðið í 24:19 en Frakkarnir náðu að jafna, 25:25. Ísland svaraði, 28:25, en franska liðið skoraði tvö síðustu mörkin.

Ísland fékk þar með 2 stig úr 2 leikjum í riðlinum en það skýrist endanlega á morgun hvort liðið endar í öðru eða þriðja sæti riðilsins, og hvort það spilar þá um sæti þrjú eða fimm á mótinu.

Mörk Íslands: Ólafur Guðmundsson 5, Freyr Brynjarsson 4, Elvar Friðriksson 4, Kári Kristjánsson 3, Hannes Jón Jónsson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Bjarni Fritzson 2, Sigurgeir Árni Ægisson 1, Fannar Friðgeirsson 1, Ingvar Árnason 1, Oddur Grétarsson 1.

Pálmar Pétursson lék í 53 mínútur og varði 12 skot en Ólafur Gíslason varði eitt skot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert