Stjarnan varði titilinn

Stjörnukonur hlaupa sigurhringinn með bikarinn í Höllinni í dag.
Stjörnukonur hlaupa sigurhringinn með bikarinn í Höllinni í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjarnan varði í dag bikarmeistaratitil sinn í handknattleik kvenna með því að leggja FH að velli 27:22. Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleik en strax á fyrstu mínútum síðari hálfleiks var ljóst í hvað stefndi þegar Stjarnan gaf meira í en FH og landaði Stjarnan loks sigri, 27:22.

Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 8, Alina Petrache 5/3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Florentina Stanciu 1.

Varin skot: Florentina Stanciu 20 (þar af 7 skot aftur til mótherja).

Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 7/3, Ingibjörg Pálmadóttir 5, Guðrún Tryggvadóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 2, Hafdís Inga Hinriksdóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 1, Arnheiður Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Kristina Kvedarine 15 (þar af 4 skot aftur til mótherja).

Fréttavefur Morgunblaðsins fylgidist með gangi mála með beinni textalýsingu.

LEIK LOKIÐ. FH skoraði síðustu tvö mörk leiksins, en það breytti engu. Stjarnan er bikarmeistari kvenna í handknattleik eftir 27:22-sigur á FH.

59. Staðan er 27:20 og sigurinn í höfn. Atli Hilmarsson hefur skipt 6 leikmönnum af 7 úr byrjunarliðinu út af og unglingaflokkur Stjörnunnar leikur nú lokamínúturnar.

54. Sólveig Lára Kjærnested og Florentina Stanciu markvörður Stjörnunnar eru að skila bikarnum í hús í Garðabæinn. Kraftaverk þurfa að gerast til þess að FH komist inn í leikinn aftur. Staðan er 19:26.

50. Róðurinn þyngist enn frekar hjá FH-liðinu því nú hefur Stjarnan yfir 22:16.

46. Stjarnan heldur áfram að auka muninn og Aðalheiður Hreinsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr öfugu horni, staðan 21:16 og Guðmundur Karlsson þjálfari FH tekur leikhlé.

45. Alina Petrache skoraði tuttugasta mark Stjörnunnar og kom liði sínu í 20:16.

40. Gunnur Sveinsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH í leiknum og minnkaði muninn í 18:16.

35. Stjarnan eykur muninn enn frekar og er komið í 17:13.

31. Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks og jók muninn í tvö mörk fyrir Stjörnuna. Staðan er 15:13.

FYRRI HÁLFLEIK LOKIÐ. Stjarnan hefur yfir 14:13 þegar fyrri hálfleik er lokið. Leikurinn hefur jafn og liðin skipst á að hafa yfir. Alina Petrache er markahæst í liði Stjörnunnar með 4 mörk, þar af 3 úr vítum og Sólveig Lára Kjærnested hefur gert 3 mörk. Hjá FH er Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir markahæst með 5 mörk og þær Guðrún Tryggvadóttir og Ingibjörg Pálmadóttir hafa gert 3 mörk hvor. Þá hafa markverðir beggja liða staðið sig vel. Florentina Stanciu hefur varið 10 skot í marki Stjörnunnar og Kristina Kvedarine varið 9 skot í marki FH.

30. Ingibjörg Pálmadóttir fékk tveggja mínútna brottvísun í liði FH. Stjarnan hefur yfir, 14:13.

26. Ingibjörg Pálmadóttir náði frákastinu eftir markvörslu Florentinu Stanciu í Stjörnumarkinu og jafnaði Ingibjörg metin fyrir FH. Staðan er 12:12 og Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar tekur leikhlé.

25. Hafdís Inga Hinriksdóttir skoraði fyrsta mark sitt í leiknum og ellefta mark FH og minnkaði þar með muninn í 11:12.

22. Staðan er nú 10:11, Stjörnunni í vil.

18. Sólveig Lára Kjærnested hefur skorað tvö mörk í röð fyrir Stjörnuna sem er nú komin yfir, 9:8.

15. Markmaður Stjörnunnar, Florentina Stanciu jafnaði metin í 7:7 með því að skora yfir endilangan völlinn.

13. Þórhildur Gunnarsdóttir sem er í byrjunarliði Stjörnunnar í fjarveru Þorgerðar Önnu Atladóttur sem er meidd, hefur nú skorað tvö mörk í röð fyrir Stjörnuna og minnkað muninn í 6:5.

11. Það er FH sem ræður ferðinni gegn ríkjandi bikarmeisturum og hefur FH nú yfir, 6:3, búið að skora síðustu 4 mörk leiksins.

8. Fljótt skipast veður í lofti. FH hefur nú skorað tvö mörk í röð og er yfir, 4:3.

7. Stjarnan er yfir, 3:2 eftir að Kristín Jóhanna Clausen skoraði síðasta mark leiksins fyrir Stjörnuna.

4. Staðan er 1:1 eftir að Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skoraði úr vítakasti fyrir FH.

1. Alina Petrache kom Stjörnunni yfir með því að skora fyrsta mark leiksins úr vítakasti.

Aðalheiður Hreinsdóttir skorar framhjá Kristinu Kvedarine í marki FH.
Aðalheiður Hreinsdóttir skorar framhjá Kristinu Kvedarine í marki FH. mbl.is/Ómar
Ingibjörg Pálmadóttir hornamaður úr FH skorar eitt marka sinna í …
Ingibjörg Pálmadóttir hornamaður úr FH skorar eitt marka sinna í leiknum í dag. mbl.is/Ómar
Kristín Clausen fyrirliði Stjörnunnar fer fyrir sínu liði gegn FH …
Kristín Clausen fyrirliði Stjörnunnar fer fyrir sínu liði gegn FH í dag. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert