Grótta upp í úrvalsdeild

Leikmenn Gróttu tollera þjálfara sinn, Ágúst Jóhannsson, í leiklok í …
Leikmenn Gróttu tollera þjálfara sinn, Ágúst Jóhannsson, í leiklok í kvöld. Árni Sæberg

Handknattleikslið Gróttu í karlaflokki tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild, N1-deildinni,  á næstu leiktíð þegar það vann ÍBV, 33:12,  á heimvelli að viðstöddum rúmlega 500 áhorfendum.

Í leikslok í kvöld voru leikmönnum Gróttu afhent sigurlaunin fyrir 1. deild karla. „Keppnin í 1. deildinni í vetur hefur verið mjög jöfn og spennandi þar sem fimm lið hafa barist um efsta sætið. Við höfum náð að vinna leikina sem skipta máli og þess vegna erum við á leiðinni upp," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu glaðbeittur í samtali við mbl.is eftir að flautað var til leiksloka.

Selfoss hafnaði í öðru sæti 1. deildar með sigri á Aftureldingu, 32:30. ÍR laðgi ungmennalið Hauka, 23:19. Ein umferð er eftir af deildinni og fer hún fram á föstudag eftir viku. Þá mætast Afturelding og ÍR í úrslitaleik um þriðja sætið. Liðið sem hafnar í þriðja sæti leikur við Selfoss en það sem hreppir fjórða sæti leikur við næst neðsta lið N1-deildar karla í keppni um sæti í N1-deild á næstu leiktið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert