Íslendingar leika við Breta í Hollandi

Aron Pálmarsson úr FH er á meðal þeirra leikmanna sem …
Aron Pálmarsson úr FH er á meðal þeirra leikmanna sem Heimir Ríkarðsson valdi í U21 árs landsliðið í handknattleik. Brynjar Gauti

Heimir Ríkarðsson, landsliðsþjálfari u-21 árs landsliðs karla í handknattleik, hefur valið 17 manna hóp til undirbúnings fyrir forkeppni fyrir HM sem fram fer um páskana í Hollandi. Þar mætir íslenska liðið Hollendingu, Ungverjum og Bretum og verður það í fyrsta skipti sem íslenskt handknattleikslandslið mætir bresku landsliði á alþjóðlegu móti.

Hópuirnn sem Heimir valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum.

Markverðir:
Ingvar Kr. Guðmundsson, Val
Sveinbjörn Pétursson, HK
Birkir Bragason, Selfoss
Aðrir leikmenn:
Anton Rúnarsson, Akureyri
Aron Pálmason, FH
Ásbjörn Friðriksson, FH
Guðmundur Árni Ólafsson, Selfoss
Heiðar Þór Aðalsteinsson, Akureyri
Jóhann Karl Reynisson, Fram
Oddur Grétarsson, Akureyri
Orri Freyr Gíslason, Val
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Ólafur Gústafsson, FH
Hjálmar Þór Árnason, Víkingi
Rúnar Kárason, Fram
Þórður Rafn Guðmundsson, Haukum
Þröstur Þráinsson, Víkingur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert