Arna Sif fer til Horsens

Arna Sif Pálsdóttir er gengin til liðs við Horsens.
Arna Sif Pálsdóttir er gengin til liðs við Horsens. mbl.is

Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik og línumaður í liði HK, er á leið til Danmerkur þar sem hún hefur samið við úrvalsdeildarliðið Horsens. Frá þessu var skýrt á vef HK í gærkvöld.

Arna Sif, sem er 21 árs, hefur verið í lykilhlutverki í liði HK en hún var fjórði markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni síðasta vetur með 88 mörk í 21 leik.

Horsens hafnaði neðarlega í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili og þurfti að fara í umspil en hélt síðan sæti sínu þar af öryggi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert