Hlynur lagði grunn að Valssigri

Úr leik Vals og Akureyrar í kvöld.
Úr leik Vals og Akureyrar í kvöld. mbl.is/Ómar

Stórleikur Hlyns Morthens markvarðar lagði grunninn að sigri Valsmanna á Akureyri í fyrsta leik liðanna í N1-deild karla í handknattleik í Valsheimilinu í kvöld, 23:19. Hlynur varði 25 skot og lokaði hreinlega markinu síðustu 10 mínútur leiksins þegar Akureyri náði aðeins að skora eitt mark. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12, og lengst af leiksins var munurinn á liðunum aðeins eitt mark á annan hvorn veginn.

Mörk Vals: Ernir Hrafn Arnarson 7, Arnór Þór Gunnarsson 6/2, Gunnar Ingi Jóhannsson 4, Orri Freyr Gíslason 2, Ólafur Sigurjónsson 2, Fannar Þór Friðgeirsson 1, Ingvar Árnason 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 25/1 (þaraf 6/1 aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.

Mörk Akureyrar: Árni Þór Sigtryggsson 8, Oddur Gretarsson 3, Andri Snær Stefánsson 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Heimir Örn Árnason 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2.
Varin skot: Hafþór Einarsson 15/2 (þaraf 4 til mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.

50. Enn og aftur er allt í járnum í leiknum. Staðan, 18:18, og Valur var að vinna boltann.

41. Akureyri hefur farið betur af stað í síðari hálfleik, einkum hefur varnarleikur liðsins verið góður eins og í fyrri hálfleik. Staðan, 17:15, Akureyri í vil.

30. Flautað hefur verið loka fyrri hálfleiks. Staðan er jöfn 12:12. Akureyringar hafa verið sterkari í fyrri hálfleik. Vörn þeirra er góð og markvarslan einnig. Hinsvegar var sóknarleikur liðsins misjafn og mörg skot farið forgörðum, annað hvort í stangir eða framhjá ellegar að Hlynur markvörður Vals hefur varið. Hann var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik, varði 10 skot, þar af eitt vítakast. Sóknarleikur Valsmanna hefur verið þokkalegur en vörn Akureyringa með Guðlaug Arnarsson og Heimi Örn Árnason sem aðalmenn hefur verið föst fyrir. Þá hefur Hafþór Einarsson markvörður norðanmanna verið finn, varið 9 skot, þaraf eitt vítakast.

Mörk Vals: Ernir Hrafn Arnarson 4, Arnór Þór Gunnarsson 2/1, Ólafur Sigurjónsson 2, Gunnar Ingi Jóhannsson 2, Fannar Þór Friðgeirsson 1, Orri Freyr Hjaltalín 1.
Mörk Akureyrar: Árni Þór Sigtryggsson 4, Oddur Gretarsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Andri Snær Stefánsson 1, Heimir Örn Árnason 1, Heiðar Þór Aðalsteinsson 1.

20. Akureyri náði tveggja marka forskot, 6:4. Valsmönnum tókst að jafna og komst yfir en Hlynur Morthens, markvörður liðsins varði afar vel á kafla. Valur náði að komast yfir, 8:7, en Hörður Fannar Sigþórsson var að jafna metin, 8:8.

10. Leikurinn hefur farið fjörlega af stað en nokkuð er mistök á báða bóga. Staðan, 4:4. Valsmenn voru að missa Gunnar Harðarson af leikvelli í tvær mínútur. Valsmönnum hefur brugðist bogalistinn í tveimur vítaköstum.

Dómarar leiksins er Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson.

Akureyri er aðeins með tíu útileikmenn á leikskýrslu auk tveggja markvarða, en mega vera með tólf útispilara. Jónatan Magnússon meiddist á ökkla á æfingu í fyrradag og verður ekki með. Það er skarð fyrir skildi hjá Akureyringum.

Aðeins tvær mínútur eru þangað til flautað verður til leiks. Áhorfendur hefur fjölgað talsvert síðustu mínútur.

Nú eru tíu mínútur þar til flautað verður til leiksins, það eru 11 áhorfendur mættir.

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals,verður í eldlínunni með Valsmenn á …
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals,verður í eldlínunni með Valsmenn á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert