Haukar og Akureyri gerðu jafntefli á Ásvöllum

Halldór Logi Árnason skorar fyrir Akureyri, hjá Birki Ívari Guðmundssyni, …
Halldór Logi Árnason skorar fyrir Akureyri, hjá Birki Ívari Guðmundssyni, markverði Hauka. mbl.is/Kristinn

Haukar og Akureyri skildu jöfn, 24:24, í æsispennandi leik í N1-deildinni en liðin áttust við á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann en staðan í leikhléi var, 13:12, Haukum í vil.

Mikil spenna var á lokamínútunum. Sigurbergur Sveinsson jafnaði metin fyrir Hauka með marki úr vítakasti einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Akureyringar fengu gullið tækifæri á að komast yfir þegar  Halldór Logi Árnason fékk frítt skot á línunni en Birkir Ívar varði glæsilega 15 sekúndum fyrir leikslok og Haukarnir náðu ekki að komast í færi til að tryggja sér sigur.

Markahæstir hjá Haukum: Sigurbergur Sveinsson 7/3, Björgvin Hólmgeirsson 5, Pétur Pálsson 5.

Markahæstir hjá Akureyri: Oddur Gretarsson 7/3, Heimir Örn Árnason 7, Árni Þór Sigtryggsson 3, Guðmundur H. Helgason 3.

Leik lokið. Jafntefli, 24:24, í hörkuleik. Enginn gæðaleikur enda mikið um mistök á báða bóga en spennandi var leikurinn.

Haukar taka leikhlé í stöðunni, 24:24. 10 sekúndur eru eftir.

51. Það stefnir í æsispennandi lokamínútur. Haukar eru marki yfir, 21:20. Rúnar Sigtryggsson þjálfari Akureyringa leikhlé þegar 9 mínútur eru eftir.

38. Leikurinn er enn í járnum á Ásvöllum. Staðan er, 16:16, og það stefnir í hörkuleik. Haukar komust yrir, 16:14, en Akureyringar jöfnuðu jafnharðan.

30. Haukar eru einu marki yfir í leikhléi, 13:12. Íslandsmeistararnir áttu góðan endasprett og náðu að síga frammúr eftir að hafa lent þremur mörkum undir. Sigurbergur Sveinsson er markahæstur hjá Haukum með 4 mörk og Björgvin Hólmgeirsson er með 3. Hjá Akureyringum eru þeir Árni Þór Sigtryggsson og Oddur Gretarsson með 3 mörk hver.

25. Haukar eru í talsverðu basli gegn baráttuglöðum Akureyringum. Norðanmenn eru tveimur mörkum yfir, 10:8, þegar fimm mínútur eru eftir af fyrri í hálfleik í leik mikilla mistaka.

17. Staðan er 7:5 Akureyringum í vil en þeir hafa haft frumkvæðið allt frá byrjun. Oddur Gretarsson hefur skorað þrjú af mörkum Akureyrarliðsins.

10. Akureyringar hafa byrjað af krafti gegn Íslandsmeisturunum. Vörn þeirra er firnasterk og hefur Haukum gengið illa að opna hana. 

5. Leikurinn fer fjörlega af stað og staðan er, 1:2, norðanmönnum í vil.

Tvo sterka leikmenn vantar í lið Akureyrar í kvöld en þeir Guðlaugur Arnarsson og Hörður Fannar Sigþórsson eru veikir. Hins vegar hefur Jónatan Þór Magnússon jafnað sig af meiðslum og er með í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert