Naumur sigur Akureyrar

Árni Þór Sigtryggsson og Rúnar Sigtryggsson.
Árni Þór Sigtryggsson og Rúnar Sigtryggsson. Þórir Ó. Tryggvason

Akureyri vann nauman sigur, 27:26, á HK í N1-deild karla í handknattleik íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Heimir Örn Árnason skoraði sigurmarkið þegar 1,54 mínútur voru til leiksloka. Mikill darraðadans var stiginn á síðustu mínútum leiksins og m.a. var HK-liðið um tíma tveimur leikmönnum færra. Akureyri er komið upp að hlið Hauka með 9 stig í öðru sæti eftir sigurinn en hefur reyndar leikið tveimur elikjum meira en Hafnarfjarðarliðið.

60. Mikið fjör var á lokamínútum leiksins og hefði HK getað hirt annað stigið undir lokin en liðið átti skot í stöng mark Akureyrar þegar 33 sekúndur voru til leiksloka.

Mörk Akureyrar: Árni Þór Sigtryggsson 5, Jónatan Magnússon 5, Oddur Gretarsson 5, Andri Snær Stefánsson 4, Heimir Örn Árnason 3, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Guðmundur Hólm Helgason 1.
Mörk HK: Valdimar Fannar Þórsson 8, Ólafur Víðir Ólafsson 6, Atli Ævar Ingólfsson 5, Sverrir Hermannsson 3, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2, Hákon Bridde 1.

50. HK hefur gefið eftir. Akureyri hefur náð fjögurra marka forskoti á nýjan leik, 26:22.

45. Lið Akureyrar byrjaði síðari hálfleik af krafti og náði fljótlega fjögurra marka forskoti, 21:17. Leikmenn HK eru hinsvegar ekki af baki dottnir og hafa nú minnkað muninn í tvö mörk, 23:21.

30. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleik og staðan er jöfn, 16:16. Jafnt hefur verið á öllum tölum síðustu mínútur.
Markahæstir hjá Akureyri eru Andri Snær Stefánsson og Árni Sigtryggsson með 4 mörk hvor. Oddur Gretarsson hefur skorað þrjú mörk.
Valdimar Fannar Þórsson er markahæstur HK-mann með fimm mörk, þar af fjögur úr vítakasti. Ólafur Víðir Ólafsson hefur skorað fjögur mörk og Atli Ævar Ingólfsson þrjú.

20. Akureyri og HK eigast nú við í N1-deild karla í handknattleik í Höllinni á Akureyri. Þegar rúmar 20 mínútur eru liðnar af viðureigninni er staðan jöfn, 11:11. HK hóf leikinn af krafti og komst í 7:3. Þá svaraði Akureyrarliðið með fimm mörkum í röð og komst yfir. Síðan hefur verið jafnt á öllum tölum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert