Mikilvægur sigur Akureyrar

Ólafur Víðir Ólafsson í baráttu við Odd Gretarsson, leikmann Akureyrar, …
Ólafur Víðir Ólafsson í baráttu við Odd Gretarsson, leikmann Akureyrar, fyrr á leiktíðinni. Þórir Ó. Tryggvason

Akureyri vann mikilvægan sigur í kvöld þegar sótti HK heim í Digranes, lokatölur 34:30. Liðin berjast um fjórða sæti deildarinnar en með sigrinum í kvöld hefur Akureyri þrjú stig framyfir HK sem á leik til góða á Akureyri. Fyrri hálfleikur var jafn en gestirnir tóku völdin í síðari hálfleik og náðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi.

Mörk HK: Valdimar Fannar Þórsson 7/1, Sverrir Hermannsson 6, Atli Ævar Ingólfsson 5, Bjarki Már Gunnarsson 4, Bjarki Már Elísson 3, Ólafur Víðir Ólafsson 3/1, Hákon Bridde 1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (þaraf 9 til mótherja). Lárus Helgi Ólafsson 3(þaraf 2 til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Akureyrar: Árni Þór Sigtryggsson 10, Heimir Örn Árnason 7, Oddur Gretarsson 7/3, Guðmundur Helgason 6, Bergvin Gíslason 2, Guðlaugur Arnarsson 1, Hreinn Þór Hauksson 1.
Varin skot: Hafþór Einarsson 19 (þaraf 2 til mótherja). Hörður Flóki Ólafsson 3/1 (þaraf 1 til mótherja).
Utan vallar: 12 mínútur, þar af fékk Guðlaugur Arnarsson rautt spjald við þriðju brottvísun á 59. mínútu.

50. Akureyringar halda sínu striki annars slökum og mistækum handboltaleik þar sem fyrr er fátt um varnarleik. Markvarslan er mesta furða. Akureyri er þremur mörkum yfir, 27:24.

40. Hafþór Einarsson hefur farið á kostum í marki Akureyrar á fyrstu mínútum síðari hálfleiks og hefur lítt gengið hjá leikmönnum HK að koma boltanum framhjá pilti. Akureyri hefur fimm marka forskot, 23:18.

35. Akureyringar byrja síðari hálfleik betur en HK-ingar. Þeir náðu þriggja marka forskoti snemma, 19:16, en eru nú tveimur mörkum yfir 20:18, og eru í sókn í ofanálag.

30. Fyrri hálfleik er lokið og hefur lið Akureyrar eins marks forskot að honum loknum, 17:16. Jafnt hefur verið á öllum tölum að því undanskildu að Akureyri náði einu sinni tveggja marka forskoti, 12:10. Á þeim tíma voru norðanmenn einum leikmanni færri. Leikmenn hafa lítið lagt sig eftir að spila varnarleik að þessu sinni. Eigi að síður hafa markverðir beggja liða varið all vel. Sveinbjörn Pétursson hefur varið 10 skot í marki HK og Hafþór Einarsson átta í marki Akureyrar.
Valdimar Fannar Þórsson er markahæstur hjá HK með sjö mörk og Sverrir Hermannsson er næstur með fimm mörk. Árni Þór Sigtryggsson hefur leikið lausum hala í sóknarleik Akureyrar og nýtt sér slaka vörn HK til að skora átta mörk. Guðmundur Helgason er næstur með fjögur mörk.

20. Lítill hraði er í leiknum og talsvert um mistök á báða bóga. Jafnt hefur verið á öllum tölum til þess og lið Akureyrar yfirleitt á undan að skora þar til nú að HK hefur skorað tvö mörk í röð með Akureyri er manni færri.

10. Eins og fyrr segir þá er fremur rólegt yfir í Digranesi á upphafsmínútum leiksins. Akureyringar virðast heldur sterkari og gera færri mistök en heimamenn. Það hefur ekki skilað sér nema í eins marks forskoti Akureyrar, 5:4.

3. Leikurinn fer rólega af stað. Hvort lið hefur átt tvær sóknir, staðan er 2:1, HK í vil.

Fátt um áhorfendur í Digranesi. Nú þegar aðeins er ein mínúta í leikurinn hefst eru áhorfendur inna við 50. Kópavogsbúar ætla greinilega að njóta soðningarinnar áður en þeir halda á leikinn.

Leikmenn eru í óða önn að hita upp. Leikmenn Akureyrar fengu búninga sína aðeins aðeins skömmu fyrir leik. Búningarnir gleymdust á Reykjavíkurflugvelli og voru sendir  í Digranes með leigubíl. Bílstjórinn misskildi eitthvað skilaboðin um hvert skyldi haldið með búningana sem skiluðu sér fyrir vikið seinna á keppnisstað. Þetta kemur væntanlega ekki að sök og leikurinn mun hefjast nokkurn veginn á tilsettum tíma.

Dómarar leiksins í dag eru Arnar Sigurjónsson og  Svavar Pétursson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert