,,FH-ingunum langaði greinilega meira að vinna heldur en okkur. Við spiluðum því miður langt undir getu og allt of margir lykilmenn hjá okkur spiluðu illa," sagði Haukamaðurinn Elías Már Halldórsson við mbl.is eftir tap Hauka gegn FH í N1-deildinni í kvöld.
,,Það var eins og menn héldu að hlutirnir kæmu að sjálfu sér og menn voru bara værukærir og ekki vel stemmdir. FH-ingarnir voru betri og unnu sanngjarnan sigur. Við ætluðum að reyna að tryggja okkar stöðu enn betur á toppnum en svona er bara boltinn. Þetta var okkar annar tapleikur í deildinni í vetur og auðvitað var fúlt að hann skildi koma á móti FH.
FH-inarnir eru með mjög gott lið og eiga heima í úrslitakeppninni. Fyrir þeirra hönd þá vona ég að þeir komist í hana en við þurfum hugsa um okkar leik og laga það sem fór úrskeiðis,“ sagði Elías en þrátt fyrir tapið eru meistararnir með fimm stiga forskot á toppnum.