Valsmenn fóru upp fyrir Akureyringa

Átök í leik Vals og Akureyrar í kvöld.
Átök í leik Vals og Akureyrar í kvöld. mbl.is/Kristinn

Leikur Vals og Akureyri í N1 deild karla í handknattleik hófst í Vodafone - höllinni að Hlíðarenda klukkan 18:30. Valur sigraði 24:22 og komst upp í 2. sæti deildarinnar með 23 stig en Akureyri er með 22 stig. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Valur: Ingvar Árnason 5, Fannar Þór Friðgeirsson 5.

Varin skot: Hlynur Morthens 20/1.

Akureyri: Oddur Grétarsson 6/2.

Varin skot:  Hafþór Einarsson 10, Hörður Flóki Ólafsson 7/1.

60. mín: LEIK LOKIÐ. Valur sigraði 24:22 og fór upp fyrir Akureyri í 2. sæti deildarinnar. 

60. mín: Staðan er 24:22 fyrir Val. Akureyri er í sókn en það er aðeins 25 sekúndur eftir og norðanmenn taka leikhlé. Arnór Gunnarsson var að skora fyrir Val eftir langa sókn. Hann náði fráksti eftir að Elvar Friðriksson skaut í samskeytin.

58. mín: Staðan er 22:20 fyrir Val sem er með boltann. Hlynur Morthens varði tvívegis frá Akureyringum í síðustu sókn með glæsilegum hætti. 

53. mín: Staðan er 21:20 fyrir Val og spennandi lokamínútur framundan. Fannar Friðgeirsson er að taka við sér hjá Val og hefur skorað tvö falleg mörk í síðustu tveimur sóknum.   

47. mín: Staðan er 19:17. Oddur Grétarsson var að bæta við marki fyrir Akureyri úr vítakasti og Valsmenn taka leikhlé.

46. mín: Staðan er 19:16 fyrir Val. Akureyringar eru ekki dauðir úr öllum æðum og hefur tekist að minnka muninn niður í þrjú mörk og nægur tími til stefnu. Varnarleikur Akureyringar hefur batnað til mikilla muna á síðustu mínútum og þeir hafa fengið nokkur auðveld færi úr hraðaupphlaupum fyrir vikið. 

37. mín: Staðan er 17:12. Valur skoraði fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik en Akureyringar hafa skorað þrjú í röð og minnkað muninn í 17:12. Arnór Gunnarsson Valsari var að haltra af velli og virðist hafa meiðst á ökkla.

30. mín: Staðan er 15:9 fyrir Val. Öruggt forskot Valsmanna að loknum fyrri hálfleik. Akureyringar áttu möguleika á því að minnka muninn niður í 14:10 rétt fyrir hálfleik en sóknin var slök og Gunnar Ingi Jóhannsson skoraði þess í stað fyrir Val úr hraðaupphlaupi. Ekki er útlit fyrir annað en öruggan sigur Vals sem komast þá upp fyrir Akureyri í deildinni.

Ingvar Árnason og Elvar Friðriksson eru með 3 mörk hvor hjá Val. Hlynur Morthens hefur varið 11 skot í marki Vals.

Oddur Gretarsson er markahæstur hjá Akureyri með 3 mörk og Hörður Flóki Ólafsson hefur varið 7 skot í markinu.

21. mín: Staðan er 10:5 fyrir Val. Heimamenn eru að stinga norðanmenn af. Valsmenn hafa skorað tvö mörk í röð úr hraðaupphlaupum. 

15. mín: Staðan er 6:3 fyrir Val. Valsmenn eru að síga fram úr vegna öflugs varnarleiks. Akureyringar eru reyndar hugmyndasnauðir í sóknarleik sínum og eru ekki að finna lausnir. Skytturnar hjá Akureyri, Heimir Örn Árnason og Árni Þór Sigtryggsson eru ekki komnar í gang né Jónatan Þór Magnússon. 

10. mín: Staðan er 4:2 fyrir Val. Varnarleikur Vals gengur vel til þess að byrja með og Akureyringum gengur illa að skapa sér almennileg skotfæri. 

Akureyri er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig en Valur í 3. sæti með 21 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert