Annar sigur hjá Akureyri

Bjarni Fritzson.
Bjarni Fritzson. Brynjar

Akureyri hefur fullt hús stiga eftir tvo leiki í úrvalsdeild karla í handknattleik, N1-deildinni. Í kvöld lagði Akureyri liðsmenn Aftureldingar, 28:23, á heimavelli eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.

Afturelding er án stiga eftir að hafa byrjað tímabilið á tveimur leikjum á útivelli. Þeir eiga heimaleik í næstu umferð, þá taka þeir á móti Íslandsmeisturum Hauka.

Gangur leiksins: 1:0, 4:4, 8:6, 13:10, 15:12, 17:12, 21:13, 24:19, 28:23.
Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 9/4, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Oddur Grétarsson 5, Geir Guðmundsson 4, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Heimir Örn Árnason 2.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (þar af 2 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Aftureldingar: Arnar Theódórsson 5, Ásgeir Jónsson 4, Bjarni Aron Þórðarson 4, Eyþór Vestmann 2, Jón Andri Helgason 2, Reynir Árnason 2, Þorlákur Sigurjónsson 2, Fannar Rúnarsson 1, Jóhann Jóhannsson 1/1.
Varin skot: Hafþór Einarsson 7 (þar af 2 til mótherja), Smári Guðfinnsson 2.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Áhorfendur: Um 800.

60. Akureyringar innbyrða fimm marka sigur. Afturelding átti möguleika á að minnka muninn í tvö mörk, 24:22, tæpum fjórum mínútum fyrir leikslok. Það tókst ekki og eftir það var sigur Akureyringar aldrei í hættu.
Tölfræði leiksins birtist hér innan skamms.

55. mín. Staðan er 24:20. Gestirnir reyna eins og þeir geta að snúa blaðinu við
en heimamenn eru skynsamir í vörninni.

51. mín. Akureyri hefur fimm marka forskot og virðist hafa leikinn í sínum höndum, staðan er 24:19.

45.mín: Staðan er 23:17. Gestirnir tóku við sér eftir að hafa tekið leikhlé
og reyna eftir mestu getu að komast aftur inn í leikinn. En mikil stemning
er í liði Akureyrar og þeir gefa ekkert eft

38.mín: Staðan er 21:13. Akureyringar leika á alls oddi í upphafi síðari
hálfleiks og gestirnir taka leikhlé. Heimamenn njóta góðs stuðnings af
fjölmörgum áhorfendum sem láta vel í sér heyra

37. mín: Heimamenn fara af stað í síðari hálfleik af krafti meðan flest gengur Mosfellingum í mót. Staðan er 19:13, Akureyri í hag.

30. mín: Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks. Akureyringar hafa verið sterkari síðustu mínútur og náð þriggja marka forskoti, staðan er 15:12.

23.mín: Staðan er 9:9. Afturelding byrjaði betur en Akureyri komst fljótt inn í leikinn og hafa liðin skipst á að skora. Bjarni Fritzson er markahæstur hjá Akureyri með 5 mörk, þar af 3 úr víti, en hjá Aftureldingu er Bjarni Aron Þórðarson markahæstur með 3 mörk. Þéttsetið er í Íþróttahöllinni og mikil stemning eins og vant er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert