Akureyri áfram - HK úr leik

Guðlaugur Arnarsson, Akureyri reynir að komast framhjá leikmönnum Akureyrar í …
Guðlaugur Arnarsson, Akureyri reynir að komast framhjá leikmönnum Akureyrar í viðureign liðanna í deildinni fyrir skömmu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Akureyri tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í karlaflokki, Eimskipsbikarnum, með eins eins marks sigri á HK, 29:28, í íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld. Engu mátti muna að HK jafnaði metin rétt fyrir leiksloka þegar síðasta skot liðsins fór rétt yfir mark Akureyrar.

Oddur Gretarsson skoraði sigurmark Akureyrar þegar 1,30 mínútur voru til leiksloka úr vítakasti, 29:27. Ólafur Bjarki minnkaði muninn í eitt mark þegar 1,10 mínútur voru eftir. Skref voru dæmt á norðanmenn þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. HK fór í sókn. Guðmundur Hólmar Helgason var vísað af leikvelli fyrir brot fjórum sekúndum fyrir leiksloka. HK stillti upp í leikkerfi, boltinn barst til Daníels Berg Grétarsson sem skaut naumlega yfir mark Akureyringa.

Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:4, 5:7, 8:9, 11:10, 14:11, (14:12), 14:13, 16:15, 17:19, 19:19, 21:23, 23:26, 26:27, 27:29, 28:29.

Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 9, Bjarki Már Elísson 5/3, Hörður Másson 4, Daníel Berg Grétarsson 3, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 3, Ætli Ævar Ingólfsson 2, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2.
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 16 (þaraf 3 til mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Akureyrar: Oddur Gretarsson 10/2, Bjarni Fritzson 7, Geir Guðmundsson 4, Heimir Örn Árnason 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Guðlaugur Arnarsson 1, Hörður Fannar Sigþórsson 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (þaraf 7 til mótherja).
Utan vallar: 12 mínútur, þar af fékk Guðmundur Hólmar rautt spjald við þriðju brottvísun þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. 

54. Staðan er 26:25, fyrir Akureyri og rúmar sex mínútur til leiksloka.

49. HK tekur leikhlé. Liðið hefur leikið illa síðustu mínútur og m.a. fékk það á sig tvö mörk manni færra. Akureyri hefur þriggja marka forskot, 26:23. Sveinbjörn markvörður Akureyrar hefur reynst sínum gömlu samherjum í HK óþægur ljár í þúfu og varið vel.

45. Mikil barátta í leiknum en frumkvæðið er heldur í höndum Akureyringa sem nú er marki yfir, 22:21 og eru í sókn.

40. Akureyringar hafa komið einbeittari til síðari hálfleiks. Vörn þeirra er góð og það hefur strax skilað hraðaupphlaupum og tveggja marka forskoti, 19:17.

30. Fyrri hálfleik er lokið. Leikhléið sem Atli tók fimm mínútum fyrir lok hálfleiksins hafði ekkert að segja. Sóknarleikur Akureyrar er slakur. Varnarleikurinn nokkuð góður og markvarslan viðunandi. HK menn hafa sótt í sig veðrið eftir því sem á fyrri hálfleik hefur liðið. Vörnin er traust og Björn Ingi í markinu staðið sig vel og varið 10 skot. Sóknarleikurinn hefur farið stigbatnandi. Verðskulduð forysta HK-liðsins í hálfleik, 14:12.
Hörður Másson er markahæstur hjá HK með þrjú mörk. Oddur Gretarsson hefur skorað fjögur fyrir Akureyri og er markahæstur.  Sveinbjörn hefur varið níu skot í marki Akureyrar.

25. Fimm mínútur til loka fyrri hálfleiks og Atli þjálfari Akureyrar tekur leikhlé. Ekki vanþörf á þar sem hans menn hafa verið slakur lengst af fyrri hálfleik, eitthvað slen og kæruleysi yfir norðanmönnum. Leikmenn HK eru ákveðnir og hafa náð verðskuldaðri tveggja marka forystu, 12:10. Einn maður er utan vallar í hvoru liði.

20. HK hefur átt síðustu mínútur. Sóknarleikurinn hefur verið beittari en áður og þá hefur Björn Ingi markvörður varið ágætlega. Staðan er jöfn, 9:9.

10. Nokkur spenna virðist í leikmönnum beggja liða og talsvert um mistök og misjafnlega skynsamlegar skottilraunir. Akureyringar hafa tögl og haldir og forystan er þeirra, 6:3.

3. Staðan er 2:1, fyrir Akureyri. Heimir Örn kom Akureyringum á bragðið með marki eftir hraðaupphlaup. Ólafur Bjarki jafnaði metin fyrir HK þrumuskoti, en Oddur Gretarsson kom Akureyri yfir á nýjan leik með skoti úr vinstra horni.
Soglega fáir áhorfendur eru í Digranesi nú við upphaf leiksins, sennilega eitthvað innan við eitthundrað.

HK og Akureyri áttust við í 1. umferð N1-deildarinnar fyrir skömmu. Akureyri vann, 41:29. Sú viðureign fór einnig fram í íþróttahúsinu í Digranesi.

Dómarar að þessu sinni eru Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert