Haukar og Akureyri skildu jöfn

Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka.
Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Haukar og Akureyri skildu jöfn, 23:23, í hörkuspennandi leik á Ásvöllum í kvöld þar sem mikill darraðadans var stigin á lokamínútum leiksins. Staðan í leikhléi var einnig jöfn, 11:11, og þar með er ljóst að Akureyringar fara í jólafríið á toppi N1-deildarinnar.

60. Leik lokið. Jafntefli, 23:23. Haukar voru í sókn síðustu hálfa mínútuna og manni færri tókst þeim ekki að skora sigurmarkið. Sveinbjörn varði skot frá Guðmundi Árna úr þröngu færi. Akureyringar tóku leikhlé þegar 4 sekúndur voru til leiksloka og Haukum tókst að verjast.
Markahæstir Hauka: Þórður Rafn Guðmundsson5, Guðmundur Á. Ólafsson 5/2. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/2.
Markahæstir Akureyringa: Bjarni Fritzson 7/3, Oddur Gretarsson 4, Heimir Örn Árnason 4. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15.

50. Það stefnir í æsispennandi lokamínútur. Staðan er 18:17, í miklum baráttuleik þar sem markverðirnir hafa verið í stórum hlutverkum síðustu mínúturnar.

Harkan er að aukast. Guðmundur Hólmar Helgason skyttan unga í liði Akureyrar fékk þungt högg á höfuðið og þurfti að fara af velli.

44. Haukar náðu þriggja marka forskoti, 16:13, en Akureyringar svöruðu með þremur mörkum í röð. Staðan, 16:16, í hörkuleik.

40. Haukar hafa komið öflugir til leiks í seinni hálfleik og eru tveimur mörkum yfir, 15:13. Birkir Ívar er sem fyrr í góðum gír á milli stanganna og þá hefur sóknarleikur Haukanna lagast mikið. 

35. Haukar komust yfir í fyrsta sinn með marki Jónatans Jónssonar sem var fyrsta markið í seinni hálfleik.  Akureyringar voru ekki lengi að jafna metin og eftir fimm mínútur í seinni hálfleik er staðan, 12:12.

30. Hálfleikur á Ásvöllum. Staðan í jöfn í miklum baráttuleik, 11:11, þar sem Akureyringar hafa verið skrefinu á undan. Birkir Ívar Guðmundsson hefur leikið best allra í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum. Markahæstir Hauka: Guðmundur Á. Ólafsson 4/2, Tjörvi Þorgeirsson 2.
Markahæstir Akureyringa: Guðmundur H. Helgason 3 Bjarni Fritzson 3/2.

22. Akureyringar hafa enn heldur frumkvæðið í leiknum sem hefur ekki verið sérlega vel leikinn. Sóknarleikur beggja liða er stirður en varnarleikurinn til fyrirmyndar hjá báðum liðum. Staðan er 8:7, norðanmönnum í vil.

15. Það er allt í járnum og sem fyrr eru varnir liðanna öflugar. Akureyringar hafa verið skrefinu á undan en Haukunum hefur enn ekki tekist að komast yfir. Staðan er 6:5 Akureyringum í vil.

5. Það stefnir í baráttuleik. Staðan er, 1:2, gestunum í vil eftir 5 mínútna leik. Varnir beggja liða eru öflugar þessar fyrstu mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert