Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór á kostum í liði Stjörnunnar sem vann ÍR 49:17. Hanna skoraði 22 mörk og var hreint út sagt óstöðvandi. Hún skoraði 14 mörk í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 27:6. Sólveig Lára Kjærnested kom næst henni með 9 en aðrir skoruðu minna. Hjá ÍR var Silja Ísberg markahæst með 5 af 17 mörkum ÍR. Guðrún Ásta Eysteinsdóttir skoraði 4.
Fram vann öruggan 10 marka sigur á Haukum á Ásvöllum í dag, 23:33. Staðan í hálfleik var 8:21, Fram í vil. Sandra Sif Sigurjónsdóttir var markahæst Hauka með 6 mörk og Viktoría Valdimarsdóttir skoraði 5. Hjá Fram var línumaðurinn Pavla Nevarilova markahæst með 7 en þær Guðrún Þóra Hálfdánardóttir og Karen Knútsdóttir skorðu báðar 6 mörk.
Þá vann HK góðan sigur á FH 28:23 en staðan í hálfleik var 14:9. Elísa Ósk Viðarsdóttir var markahæst í liði HK með 9 mörk en Berglind Ósk Björgvinsdóttir skoraði einnig 9 í liði gestanna úr Hafnafirðinum.