Öruggt hjá Akureyringum

Bjarni Fritzson skoraði tíu mörk fyrir Akureyri á Selfossi í …
Bjarni Fritzson skoraði tíu mörk fyrir Akureyri á Selfossi í kvöld. mbl.is/Þórir Tryggvason

Akureyri heldur áfram öruggri forystu í úrvalsdeild karla í handknattleik, N1-deildinni, en í kvöld vann liðið Selfoss, 36:28, í íþróttahúsinu á Selfossi. Gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13, eftir fremur jafnan leik.

Selfoss byrjaði leikinn af krafti og komst í 2:0 og 4:1 áður en Akureyringar vöknuðu og jöfnuðu metin, 6:6. Jafnt var á flestum tölum allt þar til undir lok hálfleiksins er Akureyringar komust yfir.

Í síðari hálfleik var aldrei vafi á hvorum megin sigurinn hafnaði.

Akureyri er þar með komið með 23 stig að loknum 13 leikjum, er fjórum stigum á undan Fram sem situr í öðru sæti. Selfoss er neðst eins og áður með þrjú stig, stigi á eftir Aftureldingu.

 Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 6, Atli Kristinsson 6, Andrius Zigelis 4, Milan Ivancev 4, Guðjón Drengsson 4, Einar Héðinsson 2, Atli Hjörvar Einarsson 1, Helgi Héðinsson 1.
Varin skot: Helgi Hlynsson 11/1 (þar af 3 til mótherja), Birkir Fannar Bragason 5.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 10, Oddur Gretarsson 10, Daníel Einarsson 5, Guðmundur Helgason 4, Bergvin Gíslason 3, Heimir Örn Árnason 2, Halldór Árnason 1, Hörður Fannar Sigþórsson 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (þar af 5 til mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur.
Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, slakir.
Áhorfendur: 299.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert