Akureyri hélt út og vann FH

Bjarni Fritzson skoraði 9 mörk í kvöld.
Bjarni Fritzson skoraði 9 mörk í kvöld. mbl.is/Þórir Tryggvason

Akureyri lagði FH að velli, 25:24, í 14. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, N1-deildinni, í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld en litlu munaði að toppliðið tapaði stigi eftir að hafa misst niður gott forskot.

Akureyri er þá með 25 stig í efsta sætinu en FH er með 17 stig og sígur líklega niður í fjórða sætið með þessum úrslitum en síðari hálfleikur er nýhafinn í öðrum leikjum kvöldins.

Akureyri náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik en staðan var 13:9 að honum loknum. Norðanmenn komust síðan í 19:13 en síðan saxaði FH hratt á forskotið, minnkaði muninn nokkrum sinnum í eitt mark undir lokin en náði aldrei að jafna. Sveinbjörn Pétursson í marki Akureyrar varði tvisvar undir lokin og gulltryggði sigur sinna manna.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 9, Oddur Gretarsson 4, Guðmundur H. Helgason 4, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Daníel Einarsson 2, Bergvin Þór Gíslason 1, Heimir Örn Árnason 1, Guðlaugur Arnarsson 1.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Ólafur Guðmundsson 5, Örn Ingi Bjarkason 4, Baldvin Þorsteinsson 3, Ólafur Gústafsson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Ari Magnús Þorgeirsson 1.

Akureyri 25:24 FH opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið og annar sigur Akureyringa á FH á einungis fjórum dögum því staðreynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert