Heimir: Eftirvænting og spenna

Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyringa, segir eftirvæntingu og spennu ríkja innan leikmannahóps Akureyrar eins og reyndar hjá mörgum bæjarbúum einnig sem hann reiknar með að fjölmenni á úrslitaleik Eimskipsbikarsins í dag kl. 16 þegar Akureyri mætir Val.

Hann reiknar með jöfnum og spennandi leik. Valsmenn hafi sótt mjög í sig veðrið upp á síðkastið og muni ekki gefa þumlung eftir.

Heimir Örn telur að allir leikmenn Akureyrar verði klárir í slaginn, þar með taldir Oddur Gretarsson og Hreinn Þór Hauksson sem glímt hafa við meiðsli.

Heimir Örn segir gaman að taka þátt í skrifa sögu Akureyrar handboltafélags sem stofnað var fyrir fimm árum þrátt fyrir að margar efasemdaraddir hafi uppi um ágæti sameingingar meistaraflokk KA og Þórs.

Heimir Örn Árnason, Akureyri, í baráttu við HK mann.
Heimir Örn Árnason, Akureyri, í baráttu við HK mann. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert