Valur bikarmeistari karla

Leikmenn Vals taka við bikarnum en þeir eru bikarmeistarar árið …
Leikmenn Vals taka við bikarnum en þeir eru bikarmeistarar árið 2011 eftir tveggja marka sigur á Akureyri, 26:24. mbl.is/Eggert

Valur varð rétt í þessu Eimskipsbikarmeistari í handknattleik karla eftir að hafa unnið Akureyri, 26:24, í úrslitaleik í Laugardalshöll. Valsmenn voru marki yfir í hálfleik, 14:13, og höfðu lengst af frumkvæði í síðari hálfleik.

Hlynur Morthens varð skot frá Herði Fannari Sigþórssyni þegar hálf mínúta var eftir. Þá var staðan 25:24. Sturla Ásgeirsson innsiglaði sigur Vals með marki á síðustu sekúndu.

Anton Rúnarsson, Sturla Ásgeirsson og Orri Freyr Gíslason skoruðu flest mörk Vals, fimm hver. Finnur Ingi Stefánsson skoraði fjögur mörk.
Hlynur Morthens varði 14 skot í marki Vals.

Oddur Gretarsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri, Bjarni Fritzson sex og Heimir Örn Árnason og Guðmundur Hólmar Helgason fjögur hvor.

55. Rétt um fimm mínútur eftir af leiknum og staðan er 24:23, fyrir Val eftir að Akureyringar hafa skorað tvö mörk í röð. Í stöðunni 24:21 gátu Valsmenn náð fjögurra marka forskoti en fóru illa að ráði sínu. Það er ljóst að hér verður spenna allt til loka.

50. Baráttan hefur haldið áfram. Valsmenn hafa náð að verja eins marks forskot sitt með naumindum síðustu mínútu. Hreinn Þór Hauksson  er að fara af leikvelli meiddur. Komi hann ekki meira við sögu er það áfall fyrir Akureyringa því Hreinn er sterkur í vörninni.

41. Valsmenn hafa snúið leiknum sér í hag og eru komnir tveimur mörkum yfir, 19:17.

35. Akureyri hefur hafið síðari hálfleik betur en Valur. Norðanmenn eru komnir yfir, 15:14, en voru að missa Hrein Þór Hauksson af leikvelli í tvær mínútur.

30. Frábærum leik í fyrri hálfleik er lokið. Valur er marki yfir, 14:13, eftir að hafa verið undir framan af.
Oddur Gretarsson hefur skorað fjögur mörk fyrir Akureyri og Bjarni Fritzson þrjú.
Hjá Val eru Orri Freyr Gíslason, Sturla Ásgeirsson og Finnur Ingi Stefánsson með þrjú mörk hver.

23. Valur er kominn yfir í fyrsta sinn í leiknum, 11:10, og Akureyri tekur leikhlé.

16. Gríðarleg barátta í leiknum. Akureyri hefur náð nokkrum sinnum tveggja marka forskoti en Valsmenn hafa ekki látið hug falla. Þeir hafa jafnað metin, 8:8, með tveimur mörkum í röð.

4. Akureyringar fara betur af stað í troðfullri Laugardalshöll og gríðarlegri stemningu. Þeir eru yfir, 2:1. Bjarni Fritzson hefur skorað bæði mörk Akureyringa.

Heimir Örn Árnason og Ernir Rafn Arnarson í átökum í …
Heimir Örn Árnason og Ernir Rafn Arnarson í átökum í Laugardalshöllinni í leik Akureyrar og Vals. mbl.is/Eggert
Anton Rúnarsson leikmaður Vals reynir skot að marki Akureyrar.
Anton Rúnarsson leikmaður Vals reynir skot að marki Akureyrar. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert