Karlalið Vals varð í gær bikarmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum þegar það lagði Akureyri handboltafélag, 26:24, í úrslitaleik í Laugardalshöll. Þetta var um leið áttundir bikarmeistaratitill Vals í karlaflokki en ekkert félag hefur oftar hreppt hnossið.