Valur Íslandsmeistari eftir vítakeppni

Valskonur fagna í leikslok í kvöld.
Valskonur fagna í leikslok í kvöld. mbl.is/Golli

Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handknattleik eftir magnþrunginn háspennuleik sem var tvíframlengdum þar sem úrslit réðust í vítakeppni, 37:35. Hrafnhildur Skúladóttir tryggði Val sigur með marki úr síðasta vítakasti í vítakeppni.

Vítakeppni þar sem Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vítakast frá Stellu Sigurðardóttur. Valsmenn skorðu úr fimm  vítaköstum en Fram úr þremur. Liðið tók aldrei fjórða vítakastið þars sem úrslitin voru þegar ráðin.

Fram fær silfurverðlaun fjórða árið í röð.

Þetta er í fyrsta sinn sem úrslit á Íslandsmótinu ráðast í vítakeppni.

Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 11/2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 10/1, Kristín Guðmundsdóttir 6/1, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/3, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 2,  Anett Köbli 1/1.
Varin skot:
Guðný Jenný Ásmundsdóttir 16/1 (þaraf 9 til mótherja). Sunneva Einarsdóttir 6 (þaraf eitt til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 11/2, Karen Knútsdóttir 7/3, Birna Berg Haraldsdóttir 6/1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2/1, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1/1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 20 (þaraf 6 til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Áhorfendur: 964.

80. Vítakastkeppni. Staðan er jöfn, 32:32, tvær framlengingar. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin fyrir Val, 32:32, þegar 45 sekúndur voru eftir. Nú tekur við vítakastkeppni, fimm vítaköst á hvort lið.

77. Járn í járn áfram. Hvort lið átt eina sókn sem farið hafa í vaskinn.

75. Fram er marki yfir þegar fyrri hluti síðari framlengingar er að baki. Fram var með boltann síðustu 20 sekúndurnar en kom ekki skoti á markið.

72. Framlenging hafin. Stella kemur Fram yfir og Hrafnhildur á skot í vörn Fram og í stöngina. Fram í sókn.

70. Önnur framlengin, staðan er jöfn, 31:31. Valur átti skot framhjá 15 sekúndum fyrir leiksloka. Fram hóf sókn sem rann út í sandinn með slöku skoti á síðustu sekúndu.

65. Fyrri hluta framlengingar er lokið. Valur er marki yfir, 30:29. Fram byrjar með boltann í síðari hlutanum.

64. Fram jafnaði metin, 29:29, en Hrafnhildur var að koma Val yfir úr vítakasti, 30:29.

62. Þrátt fyrir að Valur hafi byrjað manni færri fyrstu 1,45 mínúturnar hefur liðið skorað tvö mörk gegn engu. Staðan er 29:27.

60. Leikurinn verður framlengdur í 2x5 mínútur. Íris Ásta átti síðasta skot leiksins en boltinn fór framhjá. Alvöru úrslitaleikur.

60. Fjórar sekúndur eftir, jafnt, 27:27.  Valur tekur leikhlé. Birna Berg jafnaði metin þegar sjö sekúndur voru eftir.

59. Ein mínúta eftir og Valur er marki yfir, 27:26. Fram tekur leikhlé.

52. Guðný Jenný hefur varið skot upp úr tveimur hraðaupphlaupum í röð frá leikmönnum Fram, fyrst frá Karen og síðan Pövlu. Anna Úrsúla kemur síðan Val tveimur mörkum yfir, 24:22.

48. Valur kominn mark yfir, 22:21, og Fram verður án tveggja manna næstu tvær mínútur.

45. Mikil spenna í oftinu og í leiknum, staðan er jöfn, 21:21.

40. Valur hefur frumkvæðið áfram og nú tveggja marka forskot, 20:18. Vörn Vals sterkari en áður. Valur var að missa leikmann út af í tvær mínútur fyrir mótmæli Stefáns þjálfara við dómi.

32. Fram hefur skorað tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. Fyrst Marthe Sördal, hennar fyrsta mark í þessu einvígi, og síðan Stella. Staðan er 18:17 fyrir Val sem er í sókn.

30. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks. Valur hefur þriggja marka forskot, 18:15, eftir að hafa verið sterkari nær allan hálfleikinn. Fram tók smá kipp upp rétt fyrir miðjan hálfleikinn og hafði forystu frá 11:12 upp í 13:15. Fram skoraði ekki mark síðustu sjö mínútur fyrri hálfleik. Varnarleikur beggja hefur verið slakur og markvarsla nær engin.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir hefur skorað sex mörk fyrir Val, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir þrjú.
Karen Knútsdóttir er markahæst hjá Fram með fjögur mörk. Birna Berg Haraldsdóttir og Stella Sigurðardóttir hafa skorað þrjú mörk hvor.

26. Leikurinn áfram í járnum. Eftir góðan leikkafla hjá Fram hefur leikur liðsins sótt í gamla farið á síðustu mínútum þar sem hver mistökin hafa rakið önnur. Staðan er 16:15 fyrir Val sem hefur tekið leikhlé.

19. Fram hefur náð forystu, 13:12. Mistökum leikmanna hefur fækkað auk þess sem Fram-liðið hefur staðið það af sér að vera manni færra síðustu tvær mínútur.

15. Fram-liðið hefur aðeins vaknað síðustu mínútur og fækkað mistökum sínum. Munurinn hefur minnkað í 10:9, fyrir Val.

13. Valsliðið er sterkara og gerir færri mistök en Fram sem heldur uppteknum hætti úr síðustu leikjum. Leikur Fram er borinn uppi af Karen Knútsdóttir sem hefur átt þátt í öllum mörkum liðsins nema einu.

6. Valsliðið fer betur af stað og hefur náð tveggja marka forskoti, 5:3.

2. Hrafnhildur og Karen hafa skorað tvö mörk hvor, staðan er 2:2.

Dómarar leiksins í kvöld eru Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.

Valur vann fyrstu viðureign liðanna úrslitakeppninni á heimavelli sínum á síðasta föstudag, 24:20. Aftur vann Valur þegar liðin mættust í Framhúsinu á sunnudag, 20:19. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Takist Fram að vinna viðureignina í kvöld hefst fjórði leikur liðanna á heimavelli Fram á föstudagskvöldið kl. 20.15.

Valskonur fagna marki í kvöld.
Valskonur fagna marki í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert