Oddaleikur á Akureyri

Leó Snær Pétursson úr HK í dauðafæri gegn Akureyri í …
Leó Snær Pétursson úr HK í dauðafæri gegn Akureyri í leiknum í dag. mbl.is/Golli

HK vann Akureyri 31:23í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla í handknattleik í dag og tryggði sér þar með oddaleik í rimmunni.. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/3, Bjarki Már Elísson 4, Atli Lvar Ingólssson 4, Daníel Berg Grétarsson 4/2, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3, Atli Karl Backmann 3, Leó Snær Pétursson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1, Ármann Davíð Sigurðsson 1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1.
Björn Ingi Friðþjófsson varði 18 skot í marki HK.

Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7, Bjarni Fritzson 4/2, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Heimir Örn Árnason 4, Daníel Einarsson 4.
Sveinbjörn Pétursson varði 10 skot í marki akureyrar.

50. mín. Þetta er búið og liðin mætast í oddaleik á mánudaginn á Akureyri. Staðan 29:19 og ekkert sem bendir til þess að Akureyringar séu eitthvað að bæta leik sinn.

45. mín. HK virðist vera að tryggja sér oddaleik, en staðan er nú 26:18 og hefur HK gert fimm mörk í röð.

40. mín. Munurinn sá sami, staðan 21:18 og liðin skiptast á um að skora þessa stundina.

35. mín. Akureyri minnkaði muninn í eitt mark í upphafi síðari hálfleiks, gerði sem sagt tvö síðustu mörk þess fyrri og fyrsta í þeim síðari. En nú hafa komið tvö í röð´frá HK og staðan 18:15.

30. mín. Komin hálfleikur og staðan 15:13. HK komst í 15:11 en voru klaufar í tveimur sóknum í röð og það létu norðanmenn ekki ónýtt og gerðu tvö mörk í röð, 15:13.

Markahæstur hjá HK er Ólafur Bjarki Ragnarsson með fjögur mörk en Oddur Grétarsson er með fimm mörk fyrir Akureyringa. og Bjarni Fritzson þrjú, en hann leikur sem skytta hægra megin og gerði þrjú mörk í röð rétt eftir að ég hafði skrifað hér að lítið kæmi út úr hægri vængnum hjá Akureyri!!

23. mín. Akureyri var að missa mann útaf í tvær mínútur og HK er 12:10 yfir.

17. mín. Staðan er 9:6 og Akureyri tekur leikhlé. HK menn leika mjög sterka flata vörn þar sem þeir Vilhelm Gauti og Bjarki Már Gunnarsson sjá um að stjórna henni. Akureyringar sækja mun meira á vinstri vængnum og lítið kemur enn út úr þeim hægri.

13. mín. HK gerði fjögur mörk í röð og komst í 4:2 og síðan 5:3 en Akureyri skoraði tvö í röð og jafnaði 5:5

5. mín. Akureyri gerði fyrstu tvö mörkin mjög snaggaralega en HK náði fljótt áttum og jafnaði.

Akureyri sigraði 26:24 í fyrri, eða fyrsta, leik liðanna en það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum kemst í úrslitarimmuna þannig að það er mikið undir í Digranesinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert