Atli tryggði FH sigur á Akureyri

Ari Magnús Þorgeirsson skorar eitt af 8 mörkum sínum fyrir …
Ari Magnús Þorgeirsson skorar eitt af 8 mörkum sínum fyrir FH í leiknum í kvöld. mbl.is/Þórir Tryggvason

FH sigraði Akureyri, 22:21, í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Atli Rúnar Steinþórsson skoraði sigurmark FH á síðustu sekúndu leiksins.

FH var með yfirhöndina allan tímann og staðan var 11:9 í hálfleik, Hafnfirðingum í vil. Akureyringar jöfnuðu nokkrum sinnum og allt var í járnum á lokamínútum leiksins. Hörður Fannar Sigþórsson jafnaði fyrir Akureyri, 21:21, þegar níu sekúndur voru eftir en FH náði að nýta síðustu sóknina og  tryggja sér sigurinn.

Liðin mætast næst í Kaplakrika á föstudagskvöldið.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Oddur Gretarsson 5, Heimir Örn Árnason 3, Guðmundur H. Helgason 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Daníel Einarsson 1, Bergvin Þór Gíslason 1.

Mörk FH: Ari Magnús Þorgeirsson 8, Ólafur Guðmundsson 4, Ásbjörn Friðriksson 3, Baldvin Þorsteinsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Örn Ingi Bjarkason 2.

Heimir Örn Árnason reynir að komast í gegnum vörn FH …
Heimir Örn Árnason reynir að komast í gegnum vörn FH í leiknum í kvöld. mbl.is/Þórir Tryggvason
Akureyri 21:22 FH opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með sigri FH í þessum rosalega leik. Þeir eru því komnir 1:0 yfir í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert