Vill Akureyri langt einvígi?

Ólafur Guðmundsson reynir skot að marki Akureyrar.
Ólafur Guðmundsson reynir skot að marki Akureyrar. mbl.is/Þórir

Akureyri og FH mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik. Akureyri sló HK út úr undanúrslitunum og FH vann Fram en báðar rimmurnar fóru 2:1.

Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki í úrslitarimmunni verður Íslandsmeistari og Akureyri á heimaleikjaréttinn þar sem liðið varð deildameistari. Morgunblaðið leitaði til Reynis Þórs Reynissonar, þjálfara Fram, og bað hann að varpa ljósi á styrkleika og veikleika liðanna.

„Ef ég byrja á Akureyri þá eru þeir með fínt byrjunarlið og marga sterka persónuleika sem skiptir máli í svona leikjum. Þeir hafa spilað mjög góðan varnarleik og þar hefur mér fundist Heimir Árnason spila stærsta hlutverkið. Hann hefur svolítið týnst í umræðunni um vörn Akureyrar en hann bindur hana saman. Ungu mennirnir þeirra eru jafnframt heilsteyptir leikmenn eins og Oddur Gretarsson, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson sem reyndar er meiddur.

Ég reikna hins vegar ekki með því að Akureyringarnir vilji fara í langt einvígi því þeir eru með þunnskipaðan hóp. FH-ingar eru hins vegar með stóran og breiðan hóp. Ef einvígið dregst á langinn og ef leikir eru framlengdir þá ætti það að henta FH betur,“ sagði Reynir og hann segir FH-liðið vera á góðu róli á réttum tíma.

Sjá lengra viðtal við Reyni Þór í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert