Akureyringar lögðu FH í þriðja leik

Ólafur Guðmundsson FH-ingur sækir að vörn Akureyrar í leiknum á …
Ólafur Guðmundsson FH-ingur sækir að vörn Akureyrar í leiknum á föstudagskvöldið. mbl.is/Kristinn

Akureyri lagði FH að velli, 23:22, í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik í Höllinni á Akureyri í dag. Þar með er staðan í einvíginu 2:1, FH-ingum í hag, og liðin mætast í fjórða sinn í Kaplakrika á miðvikudagskvöldið.

Rétt eins og fyrri leikir liðanna var þessi í járnum allan tímann. Akureyri komst tvisvar þremur mörkum yfir í seinni hálfleik, 19:16 og síðan 22:19. FH fékk tækifæri til að jafna metin í lokin, náði boltanum þegar 17 sekúndur voru eftir, en aukakast skilaði ekki skoti á markið og Akureyringar gómuðu boltann rétt áður en leiktíminn rann út.

Mörk Akureyrar: Heimir Örn Árnason 7, Bjarni Fritzson 4, Oddur Gretarsson 4, Halldór Logi Árnason 3, Daníel Einarsson 2, Hörður Fannar Sigþórsson 1, Guðlaugur Arnarsson 1, Hreinn Hauksson 1.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Ólafur Guðmundsson 6, Ólafur Gústafsson 5, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Örn Ingi Bjarkason 1.

Akureyri 23:22 FH opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með miklum baráttusigri Akureyringa. Þeir hafa því minnkað muninn í 2:1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert