Anna Úrsúla og Ólafur Bjarki þau bestu

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val, var valin besta handknattleikskona N1-deildar kvenna …
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val, var valin besta handknattleikskona N1-deildar kvenna á lokahófi HSÍ í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, úr Val, og Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK, voru valin handknattleikskona og handknattleikskarl ársins, á lokahófi Handknattleikssambands Íslands sem nú stendur yfir í Gullhömrum í Grafarholti, en verðlaunaafhendingu var að ljúka.

Bæði eiga þau einnig sæti í úrvalsliðum deildanna sem valin voru fyrir hófið.

Heimir Örn Árnason, Akureyri, fékk Valdimarsbikarinn sem afhentur er þeim leikmanni sem þykir vera mikilvægastur. Sambærilega verðlaun í kvennaflokki, Sigríðarbikarinn, voru afhent í fyrsta sinn í kvöld og kom hann í hlut Önnu Úrsúlu. Sigríðarbikarinn er kenndur við Sigríði Sigurðardóttir, fyrrverandi landsliðkonu og fyrirliða íslenska landsliðsins þegar það varð Norðurlandameistari 1964 en sama ár var hún valin Íþróttamaður ársins, fyrst íþróttakvenna.

Birna Berg Haraldsdóttir, Fram, og Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri, voru valdin efnilegustu leikmenn N1-deildar kvenna og karla. Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, og Atli Hilmarsson voru valdir þjálfara ársins. Fremstu markverðir úrvalsdeildar kvenna og karla voru eru Íris Björk Símonardóttir, Fram, og Sveinbjörn Pétursson, Akureyri.

Auk þess að vera valinn leikmaður ársins var Ólafur Bjarki valinn sóknarmaður ársins og hlaut jafnframt háttvísisverðlaun Handknattleiksdómarasambandsins.

Anna Úrsúla var valin besti varnarmaður N1-deildar kvenna og Guðlaugur Arnarsson, Akureyri, þótti skara framúr öðrum varnarmönnum í N1-deild karla.

Besti sóknarmaður N1-deildar kvenna var valin Karen Knútsdóttir, úr Fram, en hún fékk einnig háttvísisverðlaun Handknattleiksdómarasambandsins.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson voru valdir dómarar ársins.  

Þá var kunngjört val á úrvalsliði N1-deildar kvenna sem er þannig skipað:
Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Fram.
Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val.
Vinstra horn: Rebekka Rut Skúladóttir, Val.
Vinstri skytta: Hrafnhildur Skúladóttir, Val.
Miðjumaður: Karen Knútsdóttir, Fram.
Hægri skytta: Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni.
Hægra horn: Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Fram.

Úrvalslið N1-deildar karla var einnig valið. Það er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður: Sveinbjörn Pétursson, Akureyri.
Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK.
Vinstra horn: Oddur Gretarsson, Akureyri.
Vinstri skytta: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK.
Miðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FH.
Hægri skytta: Ólafur Andrés Guðmundsson, FH.
Hægra horn: Einar Rafn Eiðsson, Fram.

Hér að neðan má sjá alla verðlaunahafa á lokahófi:
Háttvísisverðlaun HDSÍ: Karen Knútsdóttir, Fram, og Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK.
Unglingabikar HSÍ:
FH.
Sigríðarbikarinn: Anna Úrsúla Guðmundóttir, Val.
Valdimarsbikarinn: Heimir Örn Árnason, Akureyri.
Markahæsti leikmaður N1-deildar kvenna: Brynja Magnúsdóttir, HK, 121 mark
Markahæsti leikmaður N1-deildar karla: Ragnar Jóhansson, Selfossi, 173 mörk.
Besti varnarmaður N1-deildar kvenna: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val.
Besti varnarmaður N1-deildar karla: Guðlaugur Arnarsson, Akureyri.
Besti sóknarmaður N1-deildar kvenna: Karen Knútsdóttir, Fram.
Besti sóknarmaður N1-deildar karla: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK.
Besti markvörður N1-deildar kvenna: Íris Björk Símonardóttir, Fram.
Besti markvörður N1-deildar karla: Sveinbjörn Pétursson, Akureyri.
Besti þjálfari N1-deildar kvenna: Stefán Arnarson, Val.
Besti þjálfari N1-deildar karla: Atli Hilmarsson, Akureyri.
Efnilegasti leikmaður N1-deildar kvenna: Birna Berg Haraldsdóttir, Fram.
Efnilegasti leikmaður N1-deildar karla: Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri.
Handknattleiksmaður ársins í N1-deild kvenna: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val.
Handknattleiksmaður ársins í N1-deild karla: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK.
Best dómaraparið: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir 1. deild karla:
Markahæstur: Vignir Stefánsson, ÍBV, 134 mörk.
Besti sóknarmaður: Sigurður Eggertsson, Gróttu.
Besti varnarmaðurinn: Ægir Hrafn Jónsson, Gróttu.
Besti markvörðurinn: Magnús Guðbjörn Sigmundsson, Gróttu.
Besti þjálfarinn: Geir Sveinsson, Gróttu.
Leikmaður ársins: Hjalti Þór Pálmason, Gróttu.

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK, var valinn handknattleiksmaður ársins í N1-deild …
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK, var valinn handknattleiksmaður ársins í N1-deild karla á lokahófi HSÍ í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert