Fimmtán marka sigur Akureyrar

Bjarni Fritzson leikur stórt hlutverk í liði Akureyrar.
Bjarni Fritzson leikur stórt hlutverk í liði Akureyrar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Akureyri handboltafélag vann stórsigur á Gróttu, 39:24, í úrvalsdeild karla, N1-deildinni, þegar liðin mættust í Höllinni á Akureyri í kvöld. Bjarni Fritzson fór á kostum í liði Akureyringa og skoraði 12 mörk en þeir voru með sex marka forskot í hálfleik, 19:13.

Síðari hálfleikur var algjör einstefna að hálfu heimamanna sem náðu nú í sinn fyrsta sigur í deildinni frá því í fyrstu umferð.

Geir Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir Akureyringa og var næst markahæstur á eftir Bjarna. Hjálmar Þór Arnarson og Jóhann Gísli Jóhannesson voru markahæstir hjá Gróttu með 5 mörk hvor.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Akureyri: Sveinbjörn Pétursson, Stefán Guðnason - Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Guðmundur H. Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Grétarsson, Bergvin Þór Gíslason, Hörður Fannar Sigþórsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Daníel Einarsson, Hlynur Elmar Matthíasson, Halldór Tryggvason.

 Grótta: Magnús G. Sigmundsson, Lárus Helgi Ólafsson - Ágúst Birgisson, Árni Benedikt Árnason, Þórir Jökull Finnbogason, Davíð Örn Hlöðversson, Benedikt Reynir Kristinsson, Jóhann Gísli Jóhannesson, Kristján Orri Jóhannsson, Þorgrímur Smári Ólafsson, Friðgeir Elí Jónasson, Hjálmar Þór Arnarson, Þráinn Orri Jónsson, Ólafur Ægir Ólafsson.

Akureyri 39:24 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið Stórsigur Akureyrar staðreynd!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert