Akureyri hafði betur gegn Fram

Halldór Jóhann Sigfússon, Fram, og Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri, eigast …
Halldór Jóhann Sigfússon, Fram, og Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri, eigast við í leik liðanna í haust. Ómar Óskarsson

Akureyri og Fram mættust í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í úrvalsdeild karla í handknattleik, N1-deildinni. Akureyri hafði eins marks sigur 25:24 í æsispennandi leik. Staðan í hálfleik var 12:10 en heimamenn höfðu frumkvæðið allan síðari hálfleikinn.

Markahæstur hjá Akureyri var Bjarni Fritzson með 8 en Oddur Gretarsson skoraði 7. Hjá gestunum var það Einar Rafn Eiðsson sem skoraði mest eða 7 og Stefán Baldvin Stefánsson kom næstur með 5. Markverðir liðanna, þeir Sveinbjörn Pétursson hjá Akureyri og Magnús Erlendsson hjá Fram áttu báðir mjög góðan leik.

Akureyri er eftir sigurinn með 10 stig í 4. sæti deildarinnar eins og Valur og FH en Valsmenn eiga einn leik til góða og FH tvo. Fram er sem fyrr í 2. sæti en HK getur á morgun komist upp fyrir þá.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Akureyri: Sveinbjörn Pétursson, Stefán Guðnason. Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Guðmundur H. Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Bergvin Þór Gíslason, Halldór Tryggvason, Hörður Fannar Sigþórsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Hlynur Elmar Matthíasson, Jóhann Gunnarsson.

Fram: Magnús Gunnar Erlendsson, Sebastian Alexandersson. Sigfús Páll Sigfússon, Matthías Daðason, Halldór Jóhann Sigfússon, Stefán Baldvin Stefánsson, Guðmundur Birgir Ægisson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Sigurður Eggertsson, Ingimundur Ingimundarson, Garðar Benedikt Sigurjónsson, Róbert Aron Hostert, Arnar Birkir Hálfdánsson.

Akureyri 25:24 Fram opna loka
60. mín. Leik lokið Góður sigur Akureyringa í hörkuleik
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert